Dreng bjargað úr jökulsprungu

Langjökull.
Langjökull.

Búið er að ná 15 ára gömlum dreng upp úr sprungu á Langjökli og var hann fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.  Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi slasaðist drengurinn ekki en var orðinn kaldur þegar hann náðist upp.

Lögreglan segir, að drengurinn hafi verið í vélsleðaferð með hópi fólks á Geitlandsjökli, vestastahluta Langjökuls, um 4 kílómetra frá skálanum Jaka.  Drengurinn hafði farið af sleða sínum og var á gangi ásamt öðrum manni  þegar hann féll í 15-20 metra djúpa sprungu á sjöunda tímanum í kvöld.

Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan 18:28 og voru fljótar á staðinn, undanfarar frá Björgunarsveitunum Ok og Brák í Borgarfirði komu fyrstir á slysstaðinn eða um kl. 20 og hófu þegar björgunaraðgerðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið klukkan 19:45 með sérfræðinga Landsbjargar í fjallabjörgun á Geiitlandsjökul. Þyrlan sótti síðan til viðbótar þrjá aðra úr hópi sem var á leiðinni með bíl og ferjaði þá einnig á slysstaðinn. 

Vel gekk að ná drengnum úr sprungunni og var hann fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi klukkan 21:20. 

 


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert