Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á sjötugsaldri í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og hótanir og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. 

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa í ágúst á síðasta ári sent nafngreindum manni bréf þar sem sagt er að sé honum annt um líf og heilsu skuli hann koma sér burt úr Helluþorpi.

Maðurinn var einnig fundinn sekur um að hafa tveimur dögum síðar hótað syni sínum því, að hann myndi skjóta fyrrgreindan mann með fjárbyssu sem hann var með  í bíl sínum.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að geyma fjárbyssuna og skotfæri í hanskahólfinu og farþegasæti bíls síns og bera vopnið á sér á almannafæri.

Þá fundust byssur og skotfæri í kofa á vegum mannsins en vopnin voru ekki í læstum og samþykktum vopnaskáp.

Loks var maðurinn dæmdur fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu þegar hann var handtekinn með þeim afleiðingum að lögregla þurfti að beita úðavopni gegn honum.

Maðurinn játaði brot sín. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert