Peningamálin í endurskoðun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabankinn hefur unnið að greinargerð um peningamálastefnuna, þær úrbætur sem unnt er að gera innan núverandi lagaramma og um aðra valkosti. Þetta kom fram í svari Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis, við fyrirspurn Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag.

Stefnt var að því að þessi greinargerð yrði tilbúin nú um mánaðamótin, en að sögn Helga seinkar henni um nokkra daga. Þá verður hún birt og rætt um hana.

Illugi krafðist þess að vita hvort vinna við endurskoðun peningamálastefnunnar, sem hefði verið röng á síðustu árum, væri í gangi og hversu langt hún væri komin. Sagði Helgi Hjörvar að gerð þessarar greinargerðar væri á lokastigi. Tók Helgi það fram að peningamálastefnan myndi væntanlega taka mið af því hverjar lyktir verða í ESB-málinu, þó svo að á leiðinni þangað, eins og hann orðaði það, yrði hægt að vinna að mörgum úrbótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert