Hvalaskoðun vex hröðum skrefum

Hvalaskoðun á Skjálfanda.
Hvalaskoðun á Skjálfanda. Heimir Harðarson

Ný úttek, sem gerð var fyrir Alþjóða dýraverndunarsjóðinn (IFAW), leiðir í ljós að hvalaskoðun á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og veltir nú yfir tveimur milljörðum króna.

Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að skýrslan sýni að enn eru gríðarlega mikil sóknarfæri á Íslandi í hvalaskoðun að því gefnu að réttar pólitískar ákvarðanir verði teknir sem styðji við greinina en skaði hana ekki.

Fram kemur í tilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands að hvalaskoðun á Íslandi jókst um 251% á milli áranna 1994 og 1998. Síðan þá hefur fjöldi ferðamanna í hvalaskoðun farið úr 30.330 árið 1998 upp í 114.500 árið 2008 eða að meðaltali um 14% ársfjölgun. Á síðasta ári námu heildartekjur í greininni yfir 16,5 milljónum bandaríkjadala eða yfir tveimur milljörðum íslenskra króna.

Þegar öll lönd eru skoðuð kemur í ljós að rúmlega 13 milljónir manna fóru í hvalaskoðun á síðasta ári í 119 löndum sem gáfu af sér beinar tekjur til fyrirtækjanna að upphæð rúmlega 2,1 milljarður bandaríkjadala eða sem svarar um 270 milljörðum íslenskra króna.
Mestur hefur vöxturinn verið í Asíu, við Kyrrahafið, í S-Ameríku og í Karabíska hafinu.
 
Haft er eftir Robbie Marsland, yfirmanni Alþjóða dýraverndunarsjóðsins í London, að skýrslan leiði í ljós ábata strandsvæða af mjög aukinni ásókn í hvalaskoðun. „IFAW styður ábyrga hvalaskoðun sem mannúðlega, sjálfbæra og efnahagslega jákvæða nýtingu á hvalastofnum” segir Robbie. 
 
Alþjóðleg rannsókn, gagnaöflun og úrvinnsla vegna skýrslu IFAW samtakanna var unnin á síðustu 18 mánuðum og stýrt af hagfræðingum Large and Associates í Melbourne í Ástralíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert