Fréttaskýring: Heimilisofbeldi gegn körlum óþekkt stærð

Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna ...
Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna sviðsettar myndir af heimilisofbeldi þar sem konan er í hluti geranda.

Í vikunni var greint frá því að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna í nánu sambandi hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu maka síns. Þar er um vandamál að ræða sem ekki má gera lítið úr, og í siðuðum samfélögum ætti raunar ekki að líðast. En þegar kemur að umræðu um heimilisofbeldi gleymist, að karlmenn eru ekki ávallt í hlutverki árásarmanns.

„Ofbeldi gegn körlum er vafalaust falið vandamál og hefur verið, og er enn, gert hlægilegt eða um það fjallað eins og það sé ekki til í alvörunni,“ segir Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það hins vegar mun minna hafa verið rannsakað og því séu því sem næst engin úrræði þeim til handa. „Á heildina litið er staðan enn sú að körlunum er sagt – beint og óbeint – að þetta sé vandamál sem þeir verði sjálfir að takast á við.“

Skilgreina ofbeldi ekki eins

Í niðurstöðum rannsóknar Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur má sjá að rúmlega átján prósent þeirra kvenna sem tóku þátt höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% kynferðislegu ofbeldi.

Samkvæmt þeim rannsóknum sem komið hafa fram er mun algengara að karlmenn séu beittir andlegu ofbeldi en líkamlegu. Hvort það sé í jafn miklum mæli og konur er hins vegar vandi um að spá. Kynin skilgreina nefnilega ofbeldi ekki á sama hátt. Það sást einna best á niðurstöðum könnunar dómsmálaráðuneytis frá árinu 1996. Þar sögðust mun fleiri konur hafa beitt karla sínu ofbeldi en karlar sögðust hafa orðið fyrir. „Þær athuganir sem ég man eftir á andlegu ofbeldi benda til að ekki sé mikill munur á því sem kynin verða fyrir en hins vegar munur á því hvernig þau túlka það. Almennt séð gildir auðvitað að það er upplifun þolanda sem ræður því hvort um ofbeldi er að ræða. Hins vegar er alveg hugsanlegt að karlar frekar en konur reyni að dylja það að orð eða tákn særi þá. Það er jú ekki „karlmannlegt“ að taka slíkt inn á sig,“ segir Ingólfur.

Upplifa sömu afleiðingar

Afleiðingar heimilisofbeldis á karlmenn eru nánast óþekktar, enda lítið vita um umfang og þar afleiðandi þörfina fyrir aðstoð. Ingólfur telur að afleiðingarnar séu ekki ólíkar milli kynja. „Þeim mun lengur sem ofbeldið varir þeim mun líklegra er að raunveruleikaskynið brenglist þannig að þolanda, karli eða konu, finnist hann eiga ofbeldið að einhverju leiti skilið. Það er hluti afleiðinganna, sem ekki virðast vera mikið öðruvísi hjá körlum en konum, skert sjálfsálit, brengluð raunveruleikasýn, ótti og mannfælni.“

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna heimilisofbeldis er gert ráð fyrir verkefni sem sérstaklega beinist að því að skoða það ofbeldi sem karlar verða fyrir af hendi maka. Það verkefni er hins vegar ekki komið í gang.

Innlent »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...