Fréttaskýring: Heimilisofbeldi gegn körlum óþekkt stærð

Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna ...
Það getur meira að segja reynst þrautin þyngri að finna sviðsettar myndir af heimilisofbeldi þar sem konan er í hluti geranda.

Í vikunni var greint frá því að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna í nánu sambandi hafi orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu maka síns. Þar er um vandamál að ræða sem ekki má gera lítið úr, og í siðuðum samfélögum ætti raunar ekki að líðast. En þegar kemur að umræðu um heimilisofbeldi gleymist, að karlmenn eru ekki ávallt í hlutverki árásarmanns.

„Ofbeldi gegn körlum er vafalaust falið vandamál og hefur verið, og er enn, gert hlægilegt eða um það fjallað eins og það sé ekki til í alvörunni,“ segir Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það hins vegar mun minna hafa verið rannsakað og því séu því sem næst engin úrræði þeim til handa. „Á heildina litið er staðan enn sú að körlunum er sagt – beint og óbeint – að þetta sé vandamál sem þeir verði sjálfir að takast á við.“

Skilgreina ofbeldi ekki eins

Í niðurstöðum rannsóknar Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur má sjá að rúmlega átján prósent þeirra kvenna sem tóku þátt höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% kynferðislegu ofbeldi.

Samkvæmt þeim rannsóknum sem komið hafa fram er mun algengara að karlmenn séu beittir andlegu ofbeldi en líkamlegu. Hvort það sé í jafn miklum mæli og konur er hins vegar vandi um að spá. Kynin skilgreina nefnilega ofbeldi ekki á sama hátt. Það sást einna best á niðurstöðum könnunar dómsmálaráðuneytis frá árinu 1996. Þar sögðust mun fleiri konur hafa beitt karla sínu ofbeldi en karlar sögðust hafa orðið fyrir. „Þær athuganir sem ég man eftir á andlegu ofbeldi benda til að ekki sé mikill munur á því sem kynin verða fyrir en hins vegar munur á því hvernig þau túlka það. Almennt séð gildir auðvitað að það er upplifun þolanda sem ræður því hvort um ofbeldi er að ræða. Hins vegar er alveg hugsanlegt að karlar frekar en konur reyni að dylja það að orð eða tákn særi þá. Það er jú ekki „karlmannlegt“ að taka slíkt inn á sig,“ segir Ingólfur.

Upplifa sömu afleiðingar

Afleiðingar heimilisofbeldis á karlmenn eru nánast óþekktar, enda lítið vita um umfang og þar afleiðandi þörfina fyrir aðstoð. Ingólfur telur að afleiðingarnar séu ekki ólíkar milli kynja. „Þeim mun lengur sem ofbeldið varir þeim mun líklegra er að raunveruleikaskynið brenglist þannig að þolanda, karli eða konu, finnist hann eiga ofbeldið að einhverju leiti skilið. Það er hluti afleiðinganna, sem ekki virðast vera mikið öðruvísi hjá körlum en konum, skert sjálfsálit, brengluð raunveruleikasýn, ótti og mannfælni.“

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna heimilisofbeldis er gert ráð fyrir verkefni sem sérstaklega beinist að því að skoða það ofbeldi sem karlar verða fyrir af hendi maka. Það verkefni er hins vegar ekki komið í gang.

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...