Steingrímur „ómerkingur orða sinna“

„Ef að Vinstri hreyfingin grænt framboð stendur að aðildarumsókn að Evrópusambandinu er flokkurinn að segja að það sé ásættanlegt að Ísland gangi í Evrópusambandið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og ganga þar með gegn eigin stefnu þar sem inngöngu í sambandið er með öllu hafnað.“ Þetta segir í opnu bréfi til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem tólf samflokksmenn í Norðausturkjördæmi hans undirrita.

„Með því að segja já við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu þá gerir þú þig að ómerkingi orða þinna en það sem verra er þá gerir þú mig [Guðberg Egil Eyjólfsson, sem ritar bréfið] og alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda síðustu kosninga að ómerkingum orða sinna.“

Bréfritari og þeir sem undirrita bréfið segja Steingrím ekki hafa verið kosinn á Alþingi til að samþykkja „þesslags frumvarp“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert