Margir hlaupa Laugaveginn um helgina

Frá Laugavegshlaupi
Frá Laugavegshlaupi

Þrettánda Laugavegshlaupið verður haldið á laugardaginn. Til keppni eru skráðir 342 hlauparar frá 15 löndum, 81 kona og 260 karlar, sem er þátttökumet.  Alls luku 215 hlauparar Laugavegshlaupinu á síðasta ár sem var líka met.

Hlaupið hefst í Landmannlaugum og lýkur í Húsadal í Þórsmörk. Besti hlauptíminn á þessari 55 km leið í Laugavegshlaupi er 4 klukkustundir og 39 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir og 31 mínúta í kvennaflokki.
Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum klukkan 9:00 og lýkur við skála Farfugla í Húsadal í Þórsmörk.

Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að vera komnir í Álftavatn (22 km) á innan við 4 klst og í Emstrur (34 km) á innan við 6 klst.

Kort af hlaupaleiðinni
Kort af hlaupaleiðinni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert