Jóhanna dregur Ísland í átt að ESB

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mlb.is/Eggert

Skopteikning dagsins í danska dagblaðinu Jyllands-Posten sýnir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, reyna að draga Ísland með handafli inn í Evrópusambandið. Á myndinni hefur Jóhanna, sem situr á hestbaki, brugðið reipi um Ísland og reynir að draga það á eftir sér í átt að vegvísi sem vísar leiðina inn i sambandið. 

Í frétt vefjarins Icenews um málið segir að myndin sýni greinilega þá miklu andstöðu sem sé við ESB-aðild á meðal Íslendinga.

Skopmyndir Jyllands-Posten þykja oft mjög pólitískar en þekktastar eru teikningar blaðsins af Múhameð spámanni. Þær myndir ollu mikilli reiði meðal múslíma og höfðu mikil áhrif á samskipti  og viðskipti Dana og Arabaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert