Íhuga gjaldtöku í Dimmuborgum

Dimmuborgir
Dimmuborgir mbl.is/Árni Sæberg

Landgræðslan íhugar að byrja að rukka aðgangseyri að Dimmuborgum í Mývatnssveit til að bregðast við mikilli aðsókn ferðamanna. Fréttastofa RÚV greindi frá. Fénu yrði varið til framkvæmda og viðhalds og til að bæta aðgengi ferðamanna á svæðinu.

Landeigendur á Geiteyjarströnd og Kálfaströnd afhentu Sandgræðslu ríkisins, sem síðar varð Landgræðslan, Dimmuborgir til eignar og umráða 1942. Sama ár var svæðið girt, um 420 hektarar lands og friðað fyrir beit, jafnframt voru langir grjót- garðar hlaðnir til að hamla gegn sandágangi og melgresi var sáð.

Landgræðslan hefur lagt mikinn metnað í uppbyggingarstarf í borgunum á síðustu árum. Hlaðnir hafa verið fallegir og vandaðir grjótgarðar við bílastæðið á Borgaási. Vegur var lagður bundnu slitlagi og stígar hafa verið gerðir innan borganna.

Straumur ferðamanna að svæðinu hefur hins vegar aukist jafnt og þétt í gegnum árin og er nú svo mikill að Landgræðslan íhugar gjaldtöku til að standa straum af auknum kostnaði og framkvæmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert