Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Með því að samþykkja Icesave-samninginn myndi Alþingi leysa tryggingasjóð innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) undan lögformlegri ábyrgð á einhliða ákvörðunum sínum. Kemur þetta fram í umsögn, sem Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur sent þingmönnum.

Í henni segir að þetta kunni að útskýra af hverju breskum stjórnvöldum sé svo umhugað um að Íslendingar samþykki samninginn án breytinga eða marktækra fyrirvara.

Telur Gunnar að af orðalagi samningsins megi ráða að bresk stjórnvöld telji að íslenski tryggingasjóðurinn hafi borið aðalábyrgð á greiðslum til innstæðueigenda í Icesave. Þar af leiði að einhliða ákvarðanir FSCS varðandi meðferð, mat og greiðslu krafna innstæðueigenda án samþykkis íslenska sjóðsins séu alfarið teknar á ábyrgð þess breska.

Í þeirri grein laga um innstæðutryggingar, sem vísað sé til í samningnum, segir Gunnar að engin ákvæði sé að finna um hvenær íslenska tryggingasjóðnum beri að inna af hendi greiðslur til innstæðueigenda. Í samningnum sé hins vegar vísað í minnisblað (Memorandum of Understanding) frá árinu 2006, milli breska og íslenska sjóðsins, og sagt að íslenski sjóðurinn hafi ekki brugðist við í samræmi við það. Því hafi breski sjóðurinn hafist handa, einhliða, við mat og greiðslu krafna til innstæðueigenda.

Að lokum sé í samningnum ákvæði, sem feli það í sér að íslenski sjóðurinn ábyrgist greiðslur sem FSCS hafi þegar innt af hendi. Greiðslur, sem Gunnar telur að hafi verið alfarið á ábyrgð breska sjóðsins og ekki lögformlega bindandi fyrir þann íslenska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert