Þorsteinn Már: Vill helst sjá skattana fara í heilbrigðiskerfið

Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson mbl.is/RAX

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og skattkóngur Íslands þetta árið, segist aldrei hafa verið skattfælinn maður og vonast til þess að ríkissjóður fari vel með þá fjármuni sem hann greiðir í skatt. „Fengi ég einhverju ráðið vildi ég helst sjá þeim varið í helbrigðiskerfið," segir Þorsteinn Már í yfirlýsingu.

„Vegna  umfjöllunar  um  álagningu  opinberra  gjalda  vill  undirritaður  koma  á  framfæri  að tæplega  70%  þeirra  skattgreiðslna  sem  undirritaður  greiðir  eru  tilkomnir  vegna  flutnings  á hlutabréfum í Samherja hf. sem voru í minni persónulegu eigu yfir í sérstakt félag í eigu míns og Helgu  Steinunnar Guðmundsdóttur. 

Þannig  er  ekki  um  innleystan  hagnað  að  ræða  fyrir mig og hafa engir fjármunir færst til mín í tengslum við flutninginn.  Einu peningagreiðslurnar tengdar þessu máli eru því greiðsla á fjármagnstekjuskatti í ríkissjóð.

  Með  því  að  flytja  eignarhaldið  á  bréfunum  yfir  í  sérstakt  félag  bar mér  að  greiða  skatt  af ímynduðum  söluhagnaði  sem myndast  vegna  áætlaðrar  verðmætaaukningar  á  hlutabréfum  í Samherja hf. yfir langt árabil.  

Umrædd bréf hafa verið á mínu nafni síðastliðinn 27 ár og hef ég í hyggju að eiga þau áfram í gegnum umrætt félag. 

Ég  hef  aldrei  verið  skattfælinn maður  og  vona  að  ríkissjóður  fari  vel með  þessa  fjármuni. Fengi ég einhverju ráðið vildi ég helst sjá þeim varið í helbrigðiskerfið," að því er segir í yfirlýsingu frá Þorsteini Má en alls greiðir hann 169,6 milljónir króna í opinber gjöld í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert