Náðu tökum á eldinum

Eldur logaði á efri hæð og í risi.
Eldur logaði á efri hæð og í risi. mbl.is/Jakob Fannar

Búið er að slökkva eldinn á Vatnsstíg 4 og var húsið mannlaust að sögn slökkviliðsins. Ekki er vitað um upptök eldsins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en eldur logaði á efri hæð og í risi.  Húsinu var lokað fyrir nokkrum vikum eftir að hústökufólk bjó um sig í því og ekkert rafmagn var á húsinu.

Birgir Finnsson sviðsstjóri útkallssviðs segir að enginn hafi sést yfirgefa húsið og að enginn hafi fundist inni. Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á vettvangi og voru 4 sjúkrabílar, 4 slökkviliðsbílar og 1 körfubíll á staðnum. Lögreglan lokaði Hverfisgötunni í báðar áttir. „Það náðist fljótt að slá niður eldinn en við vinnum nú við það með körfubíl að rífa af þakinu til að komast fyrir glóð sem komst upp í þakið,“ segir Birgir. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu.

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert