Telur ríkari hagsmuni víkja

Páll Magnússon
Páll Magnússon Árni Sæberg

„Annars vegar eru á þessari vog tjáningarfrelsi og upplýsingaskylda fjölmiðla gagnvart almenningi og hins vegar bankaleyndin, [...] frá þeim sjónarhóli sem ég stend á finnst mér miklu ríkari almannahagsmunir felast í því að birta þetta,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um lögbann á umfjöllun Ríkisútvarpsins um risavaxnar lánafyrirgreiðslur Kaupþings til fyrirtækja eigendahóps bankans.

Páll segir að lögbannsúrskurði sýslumanns verði að sjálfsögðu hlýtt og kveður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr máli til staðfestingar lögbanninu fyrir dómi.

Beiðni sýslumanns um að umfjöllun RÚV um málið yrði frestað svo sýslumaður gæti tekið málið fyrir á hefðbundnum skrifstofutíma var hafnað. Tók sýslumaðurinn í Reykjavík málið því fyrir í dag og kvað upp úrskurð.

Gögnin um fyrirgreiðslurnar má skoða hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert