Brúnegg hækka um 20%

mbl.is/Kristinn

Vistvæn brúnegg hækkuðu um 20% í verði frá 1. ágúst sl. Allt að þriðjungs verðmunur er brúneggjum, samkvæmt könnun Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin könnuðu fyrir helgi verð á 10 eggja bakka af vistvænum brúneggjum. Mesti verðmunur reyndist vera 33%. Lægsta verðið reyndist vera í Bónus en það hæsta í Melabúðinni.

Á vefsíðu Neytendasamtakanna segir að framleiðandi vistvænna brúneggja hefur tilkynnt verslunum um 20% verðhækkun frá og með 1. ágúst. Verð í töflunni er því fyrir boðaða hækkun.

Neytendasamtökin taka fram í könnun sinni að verð er fengið í gegnum síma eða á heimasíðu fyrirtækja. Þá er tekið fram að smákannanir eru ekki alltaf tæmandi, heldur gefa þær hugmyndir um markaðinn.

Vefsíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert