Tvímælalaust heimilt að birta upplýsingar

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is6

„Ræddi ég einnig þá niðurstöðu lögfræðinga sem hafa þessi mál fyrir ráðuneytið að það væri tvímælalaust að fjölmiðlamenn hefðu víðtækar heimildir til þess að fjalla um almannahagsmuni, jafnvel þótt að eitthvað af því falli formlega séð undir bankaleynd. Ég tel til dæmis engan vafa leika á því að menn mega upplýsa um það hvað varð bönkunum að falli, óhóflegar lánveitingar og annað slíkt sem hefur verið í umræðunni undanfarna daga,“ sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra en á bankaleynd var meðal annars á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Á fundinum lagði Gylfi fram minnisblað um þá vinnu sem hefur farið fram innan viðskiptaráðuneytisins varðandi bankaleynd og átti hann von á að geta lagt fram lagafrumvarp með tillögum um breytingar á bankaleynd i haust. Þar verði tekið á ýmsum álitamálum, þar með talið hvort það þurfi að skýra ákvæði sem snúa að birtingu fjölmiðla á upplýsingum. Dómstólar hafi ef til vill ekki náð að skýra þessa heimild nógu vel, þar sem fáir dómar hafi fallið þar að lútandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert