Hneykslaður á Kaupþingi

 

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn  stofnenda Kaupþings segist hneykslaður á þeim upplýsingum sem hafa verið birtar um útlán Kaupþings. Þarna hafi aðrir hluthafar verið hlunnfarnir og menn hafi tekið stóra áhættu fyrir hönd þjóðarinnar.  

Þetta komi fólki verulega við og þrátt fyrir bankaleyndina hljóti það að vega þyngra að menn hafi verið að taka áhættu sem kom þjoðinni í mikil vandræði. Það þurfi þó að standa vörð um réttaríkið og ekki sé hægt að setja nýjar reglur eftirá.

Pétur er ekki trúaður á fullyrðingar Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns Kaupþings um að útlán bankanna hafi verið innan ramma laganna og segir það hæpið. Lögfræðingar þurfi þó að skoða það sem og sérstakur saksóknari. Hafi lög verið brotin þurfi þó að ganga eftir því að menn sæti ábyrgð. Hann neitar því þó ekki að mikið hafi verið bogið við lögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert