Kaffisamsæti flokksgæðinga

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar mótmælti pólitískri kosningu í bankaráð Seðlabankans á Alþingi í dag og vildi fresta kosningunni þar til tekin hefðu verið upp ný vinnubrögð.  Hann sagði stjórnina fyrir utan Sigríðu Ingibjörgu Ingadóttur hafa brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmálum hrunins síðasta ár og ekkert benti til þess að nýir einstaklingar létu að sér kveða.  Hann sagði lágmarkskröfu að stjórn Seðlabankans væru skipuð á faglegum forsendum en ekki pólitískum, Seðlabankaráð eigi ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga sem séu ábyrgðarlausir í störfum sínum.

Þessi viðleitni þingmannsins bar ekki tilætlaðan árangur og bankaráðið skipa nú Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Ágúst Einarsson og Hildur Traustadóttir sem voru kjörin í ráðið að hálfu stjórnarflokkanna og þau Ragnar Árnason, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir af hálfu stjórnarandstöðunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert