Kaupþing átti hugmyndina en ekki Deutsche Bank

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt Reuters

Deutsche Bank hafnar þeim fullyrðingum Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, að bankinn hafi ráðlagt Kaupþingi að láta reyna á það að kaupa skuldatryggingar á sjálfan sig.

„Þeir komu til okkar og báðu okkur um að útbúa þessi viðskipti. Þetta var ekki okkar hugmynd,“ sagði fulltrúi bankans í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn hans var um að ræða mjög algeng viðskipti með skuldatryggingar og samningarnir hafi haft óveruleg áhrif á verð með skuldatryggingar Kaupþings.

Heimildir Morgunblaðsins innan úr gamla Kaupþingi ganga gegn orðum fulltrúa Deutsche. Þvert á móti hafi þýski bankinn sjálfur lánað „hundruð milljóna“ evra í verkefnið.

Verð á skuldatryggingum er notað sem mælikvarði á það traust sem bankar njóta á alþjóðlegum markaði. Sumarið 2008 var verðmyndun með þessar tryggingar Kaupþingi mjög óhagstæð og var hátt skuldatryggingaálag tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um bankann.

Lánveitingar Kaupþings til Trenvis Ltd., félags í eigu Kevins Stanfords, eru sem kunnugt er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Það félag fékk 41,7 milljónir evra, eða um 7,5 milljarða króna, í þeim eina tilgangi að kaupa afleiður á skuldatryggingar á Kaupþing með það fyrir augum að hafa áhrif á verð trygginganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert