Hættu mótmælum

mbl.is/Hilmar Bragi

Hópur fólks úr samtökunum Saving Iceland hlekkjaði sig í morgun við hlið að Helguvíkursvæðinu þar sem álversframkvæmdir Norðuráls eru í gangi. Fólkið hindraði starfsmenn frá að komast til og frá vinnu en hefur nú dregið sig í hlé að sögn lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu frá Saving Iceland vill fólkið „stöðva álversframkvæmdirnar í Helguvík til að koma í veg fyrir frekari virkjanir jökuláa og jarðhitasvæða, sem og hinnar hnattrænu afleiðingar álframleiðslu.“

Enginn var handtekinn og að sögn lögreglu fóru mótmælendur að tilmælum lögreglu, drógu sig í hlé og leyfðu umferð að ganga inn og út af svæðinu á ný. Mótmælendurnir eru nú farnir af svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert