„Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"

Victor I. Tatarintsev.
Victor I. Tatarintsev.

Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir í viðtali við Netvarpið.is, að íslensk stjórnvöld hafi afþakkað 4 milljarða evra lán frá Rússum í október sl. en þess í stað leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Tatarintsev segir í viðtalinu, að Rússar hafi fyrstir þjóða boðið Íslandi efnahagsaðstoð eftir hrunið í október á sama tíma og aðrar hefðbundnar vinaþjóðir Íslendinga snéru við þeim bakinu: „Stórt 4 milljarða evra lán. En fyrrverandi ríkisstjórn ykkar vildi ekki þiggja það. Þess í stað leituðuð þið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nú er staðan eins og hún er," sagði  Tatarintsev.

„Ég held, að ef ríkisstjórn ykkar hefði ákveðið að veita láninu viðtöku eins og ríkisstjórnin óskaði raunar eftir á sínum tíma, þá væri staðan á Íslandi önnur og betri en nú er raunin," bætti sendiherrann við.

Viðtalið við Tatarintsev

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert