Ógnuðu vegfarendum með riffli

Mennirnir teknir höndum
Mennirnir teknir höndum mbl.is/Jakob Fannar

Fjórir menn voru handteknir laust fyrir klukkan tíu í kvöld grunaðir um að hafa ógnað fólki á Bíldshöfða með riffli út um bílglugga. Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 21:32 og fékk lýsingu á bíl mannanna. Fjórir lögreglubílar stöðvuðu bifreiðina á Sæbraut sextán mínútum seinna.

Í bílnum voru mennirnir fjórir ásamt rifflinum. Þeir voru handteknir og riffillinn gerður upptækur. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir. Þeir voru ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna en málið er í rannsókn.

Rétt er að geta þess að ekki var um að ræða loftriffil. Lögreglan vildi ekki gefa upp hvort vopnið var hlaðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert