Baldvin Jónsson nýr formaður Borgarahreyfingarinnar.

Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar en Þráinn hefur ákveðið að segja sig úr …
Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar en Þráinn hefur ákveðið að segja sig úr þingflokknum Ómar Óskarsson

Rétt í þessu var verið að ákveða breytta verkaskiptingu stjórnar Borgarhreyfingarinnar sem þýðir að ný stjórn hefur tekið við og mun sitja fram að aðalfundi hreyfingarinnar sem er fyrirhugaður dagana 12. – 13. september nk. Sáttafundur stendur nú yfir.

Samkvæmt heimildum mbl.is er verkaskipting nýrrar stjórnar eftirfarandi:  

Baldvin Jónsson er formaður, Margrét Rósa Sigurðardóttir varaformaður, Björg Sigurðardóttir situr áfram sem gjaldkeri og Ingifríður Ragna Skúladóttir er ritari stjórnar.

Meðstjórnendur eru, Þór Saari þingmaður, Margrét Tryggvadóttir þingmaður, Guðmundur Andri Skúlason og Sævar Finnbogason.

Var farið eftir eftir atkvæðafjölda á aukaaðalfundi sem haldinn var 13. júní sl.

Boðað var til sáttafundar í  Borgarahreyfingunni í dag í skyni að vinna að sáttum innan hreyfingarinnar.

Fulltrúar sáttanefndar fóru yfir það sem gert hefur verið en vænta má ályktunar frá hreyfingunni seinna í kvöld, þegar fundi er lokið.

Bloggsíða Baldvins Jónssonar

Borgarahreyfingin
Borgarahreyfingin mbl.is
Baldvin Jónsson, nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Baldvin Jónsson, nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert