Metin hæfust en ekki boðin staðan

Hvolsvöllur. Hvolsskóli er í forgrunni.
Hvolsvöllur. Hvolsskóli er í forgrunni. www.mats.is

Halldóru Magnúsdóttur, aðstoðarskólastjóra   Hvolsskóla um margra ára skeið, var ekki boðin staða skólastjóra þrátt fyrir að hafa verið metin hæfust umsækjenda. Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings vestra á fimmtudag var ákveðið að slíta viðræðum við Halldóru , umsækjanda um skólastjórastöðu. Staðan var auglýst til umsóknar í vor og sóttu fjórir um stöðuna og voru tveir metnir hæfastir. Halldóra þótti hafa meiri stjórnunarreynslu, þekkingu og reynslu af skólastarfi og 23. júlí sl. var ákveðið að ganga til viðræðna við hana. Í síðustu viku var þeim viðræðum slitið og að sögn Elvars Eyvindssonar, sveitarstjóra Rangárþings eystra, er líklegt að sá umsækjandi sem einnig hafi verið metinn mjög hæfur verði ráðinn til starfans. Skólastarf hefst eftir rúma viku.

Hlaut menntaverðlaunin 2008

Hvolsskóli þykir hafa verið framarlega í nýsköpun í skólastarfi og hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2008.

Málið er viðkvæmt og ljóst er að Halldóra er ekki sátt við stöðu mála. Þegar umræður um ráðningu skólastjóra hófust var fundinum lokað. Elvar segir að um persónulegt og viðkvæmt mál hafi verið að ræða og í slíkum tilvikum sé ekkert óeðlilegt við það að loka fundi. Ljóst er að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru ekki sáttir við Halldóru en fulltrúi K-lista mælti með ráðningu hennar en Halldóra hefur komið nálægt starfi K-listans.

Ólafur Eggertsson, oddviti sveitarstjórnarinnar og fulltrúi K-listans, segir að sér finnist viðsnúningur fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskiljanlegur. Það hafi alltaf ríkt einhugur um skólastarfið. Halldóra hafi verið með ákveðnar hugmyndir sem ekki hafi verið sátt um. Hún hafi fallið frá þeim hugmyndum og hugðist starfa eftir því skipulagi sem skólinn hefur fylgt að undanförnu. „Það hefur verið unnið sérstaklega gott starf í Hvolsskóla. Frumkvæði og nýsköpun í skólastarfi þar hefur leitt til þess að skólafólk víða að hefur leitað í brunn þekkingar og reynslu sem þar er. Þetta er óskiljanlegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert