Enn og aftur brotist inn í frystigám

mbl.is/Eyþór Árnason

Brotist var inn í frystigám fyrir utan Kjötbankann í Hafnarfirði í nótt og þaðan haft á brott með sér talsvert magn af nauta- og kálfalundum ásamt öðru kjöti. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn í frystigám og þaðan stolið kjöti.

Tilkynnt var um ránið til lögreglu um klukkan hálf sjö í morgun. Þjófarnir höfðu nokkuð mikið fyrir því að komast inn í gáminn. Fyrst var reynt að spenna gáminn upp með járnkarli sem varð svo eftir á staðnum, síðan með tógi og að lokum var notaður slípirokkur til þess að sverfa gámalásinn í sundur.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem brotist er inn í frystigám við Kjötbankann og ránið hjá kjötvinnslustöðinni í Kópavogi var sömuleiðis annað ránið sem þar er framkvæmt.

Ekkert þessara rána hefur verið upplýst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert