Út að viðra hundinn og kom heim með önd

Andarunginn með nýju fjölskyldunni
Andarunginn með nýju fjölskyldunni mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar Guðlaugur Þorleifsson fór með sinni fimm manna fjölskyldu út á Seltjarnarnes síðastliðinn laugardag átti hann ekki von á því að þau yrðu sex þegar þau héldu aftur heim í Kópavoginn.

Farþeginn var andarungi sem hafði elt þau á röndum á Nesinu.

Nú býr unginn í bílskúr fjölskyldunnar og fer með í gönguferð þegar fjölskyldan fer út að viðra hundinn.

„Þegar við vorum komin að Seltjörn sáum við bíl frá Húsdýragarðinum og unglinga sem slepptu tveimur ungum lausum. Unglingarnir stukku síðan upp í bílinn og keyrðu í burtu. Við sáum að ungarnir hlupu strax upp á veg og lögðust þar niður,“ segir Guðlaugur.

Gaf sig ekki

„Unginn sem við erum með fór að elta mig þegar ég færði hann og hann lagðist á fæturna á mér. Við reyndum að ganga fram og til baka í um hálfa klukkustund en hann gaf sig ekki og elti alltaf,“ bætir Guðlaugur við.

Að sögn Guðlaugs kom önnur barnafjölskylda þarna að. „Hún fór að dekra við hinn ungann og svo tókum við þá ákvörðun í sameiningu að taka hvor sinn ungann og koma þeim á flot daginn eftir úti á Elliðavatni eða úti á tjörn. Þeim tókst það strax daginn eftir og hann var bara sáttur.“

Andarunginn sem býr í bílskúrnum hjá Guðlaugi og fjölskyldu hans í Kópavoginum var ekki jafnsáttur þegar reynt var að koma honum á stað þar sem endur eiga eiginlega að vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert