Stormur að ganga niður

Lögregla vinnur við að koma öðrum húsbílnum, sem valt við …
Lögregla vinnur við að koma öðrum húsbílnum, sem valt við Arnarstapa, á réttan kjöl. mbl.is/Alfons

Hvassviðri, sem var víða á landinu í dag, er nú að ganga niður. Vindhraði fór víða yfir 20 metra á sekúndu í dag en hvassast var á Bláfeldi á sunnanverðu Snæfellsnesi, 27,8 metrar á sekúndu og á Fagurhólsmýri mældist vindhraðinn 26,3 m/s. Tveir húsbílar ultu á veginum við Arnarstapa og er það rakið til hvassviðrisins.

Tveir húsbílar ultu á veginum við Arnarstapa og er það rakið til hvassviðrisins. Þrír erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og tveir í hinum.

Þá valt hestakerra með hrossi í valt á veginum við Kjalarnes í dag. Hesturinn komst út úr kerrunni og virtist að sögn lögreglu hafa sloppið ómeiddur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert