Stal 180.000 úr gjaldkerakassa

Viðskiptavinur Íslandsbanka í Vestmannaeyjum hefur viðurkennt að hafa stolið 180.000 kr. úr gjaldkerakassa bankans. Málið var kært til lögreglu í síðustu viku. 

Hann stal úr kassanum 20. maí og 14. ágúst sl. Eftirlitsmyndavélakerfi bankans náði þjófnaðinum á myndband.

Viðkomandi hefur viðurkennt sök og skilað peningunum sem hann tók ófrjálsri hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert