Fréttaskýring: Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán

Farið er að bera á auknum vanskilum fólks, sér í lagi með erlend íbúðalán, og bankarnir finna klárlega fyrir minnkandi greiðsluvilja og -getu viðskiptavina sinna. Fólk sem hefur staðið í skilum með allt sitt er að lenda í greiðsluerfiðleikum og margir farnir að kvíða haustinu með vandamál sem aðeins hafa stækkað á síðustu mánuðum. Skilvísir greiðendur gera sér fulla grein fyrir því að frysting lána er aðeins skammgóður vermir. Tíu mánuðir eru liðnir frá bankahruninu og almenningur hrópar eftir einhverjum aðgerðum. Nú síðast kom upp umræða um að greiða eingöngu af lánum miðað við upphaflega greiðsluáætlun.

Hugmyndir um að afskrifa skuldir fólks eru ekki nýjar af nálinni. Fljótlega eftir bankahrunið fór að bera á þeirri umræðu, enda hafa forsendur gjörbreyst frá því að lán voru tekin fyrir hrunið. Fyrir kosningarnar í vor voru tillögur framsóknarmanna áberandi um að afskrifa 20% af höfuðstól íbúðalána og lána fyrirtækja. Hagsmunasamtök heimilanna hafa einnig barist fyrir lánaleiðréttingu, m.a. í þá veru að breyta gengistryggðum íbúðalánum í verðtryggð krónulán.

Fleiri hugmyndir hafa verið uppi á borðum, eins og frá talsmanni neytenda um eignarnám íbúðarveðlána, annarra en hjá Íbúðalánasjóði, og niðurfærsla þeirra eftir mati sérstaks gerðardóms.

Áform Íslandsbanka senn kynnt

Þessi aukna umræða hefur náð eyrum ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra í gær en hann lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu um helgina að afskrifa þyrfti skuldir sem væru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Taldi hann að svigrúm ætti að vera innan bankakerfisins til að takast á við afskrifuð lán. Þegar lánin hefðu verið færð milli gömlu og nýju bankanna hefði verið gert ráð fyrir afskriftum.

Innan bankakerfisins eru núna ræddar hugmyndir um að afskrifa að hluta íbúðalán tekin í erlendri mynt og breyta eftirstöðvunum í óverðtryggð lán. Þannig kynntu fulltrúar Íslandsbanka slíkar hugmyndir á fundi félagsmálanefndar Alþingis í síðustu viku, sem ganga út á nokkurs konar skuldbreytingu í samningi á milli bankans og viðskiptavina hans. Már Másson, upplýsingafulltrúi bankans, segir að verið sé að skoða ýmsar lausnir og leiðir. Viðræður hafi átt sér stað við ýmsa aðila en hins vegar sé mörgum spurningum ósvarað, m.a. um skattalega meðferð. „Við gerum ráð fyrir að kynna þá leið sem bankinn hyggst fara í þessum efnum á næstu vikum,“ segir Már.

Lilja Mósesdóttir, formaður félagsmálanefndar, segist ekki geta tjáð sig um fyrirhugaðar aðgerðir einstakra banka. Hins vegar sé ljóst að til einhverra almennra aðgerða verði að grípa og stjórnvöld verði að sýna þar frumkvæði. Reynslan hafi leitt í ljós að sértækar aðgerðir til að létta skuldabyrði fólks hafi ekki dugað sem skyldi.

„Upplýsingar hafa komið fram frá lánastofnunum sem benda til að úrræðin sem eru fyrir hendi dugi ekki, því þarf að ákveða hversu víðtæk nýju úrræðin verða,“ segir Lilja og bendir á að allir skuldarar hafi orðið fyrir kjararýrnun, eignarýrnun og aukinni skuldabyrði langt umfram það sem annars staðar hafi gerst meðal nágrannaþjóða okkar.

Innlent »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »

Fjöldi borgarfulltrúa á dagskrá stjórnar

16:46 Frumvarp um breytingar á sveitastjórnarlögum er varða fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frumvarpið er í óbreyttri mynd frá síðasta löggjafarþingi, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá m.a. vegna mikillar andstöðu Vinstri grænna og Pírata. Meira »

Handtóku byssumanninn við Ölhúsið

16:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem ógnað hafði öðrum manni með skammbyssu við Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sl. föstudag. Bíður hann nú skýrslutöku. Meira »

Jeppa stolið við Þróttaraheimilið

16:22 Jeppa af gerðinni Mitsubishi Pajero af árgerð 2007 var stolið við Þróttaraheimilið í hádeginu í dag. Númer bifeiðarinnar er OH-254. Lyklum að bifreiðinni var stolið úr búningsklefa í Þróttaraheimilinu, en bíllinn stóð læstur á bílastæði. Meira »

H&M skiltið fjarlægt í dag

16:09 Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M auglýsingu á Lækjargötu. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér nú síðdegis, segir að málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni sé að ræða. Meira »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Hópmálsóknin aftur til héraðs

16:06 Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsóknar þriggja hópa á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni og vísað málunum aftur til héraðs. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...