Fréttaskýring: Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán

Farið er að bera á auknum vanskilum fólks, sér í lagi með erlend íbúðalán, og bankarnir finna klárlega fyrir minnkandi greiðsluvilja og -getu viðskiptavina sinna. Fólk sem hefur staðið í skilum með allt sitt er að lenda í greiðsluerfiðleikum og margir farnir að kvíða haustinu með vandamál sem aðeins hafa stækkað á síðustu mánuðum. Skilvísir greiðendur gera sér fulla grein fyrir því að frysting lána er aðeins skammgóður vermir. Tíu mánuðir eru liðnir frá bankahruninu og almenningur hrópar eftir einhverjum aðgerðum. Nú síðast kom upp umræða um að greiða eingöngu af lánum miðað við upphaflega greiðsluáætlun.

Hugmyndir um að afskrifa skuldir fólks eru ekki nýjar af nálinni. Fljótlega eftir bankahrunið fór að bera á þeirri umræðu, enda hafa forsendur gjörbreyst frá því að lán voru tekin fyrir hrunið. Fyrir kosningarnar í vor voru tillögur framsóknarmanna áberandi um að afskrifa 20% af höfuðstól íbúðalána og lána fyrirtækja. Hagsmunasamtök heimilanna hafa einnig barist fyrir lánaleiðréttingu, m.a. í þá veru að breyta gengistryggðum íbúðalánum í verðtryggð krónulán.

Fleiri hugmyndir hafa verið uppi á borðum, eins og frá talsmanni neytenda um eignarnám íbúðarveðlána, annarra en hjá Íbúðalánasjóði, og niðurfærsla þeirra eftir mati sérstaks gerðardóms.

Áform Íslandsbanka senn kynnt

Þessi aukna umræða hefur náð eyrum ríkisstjórnarinnar. Ekki náðist í Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra í gær en hann lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu um helgina að afskrifa þyrfti skuldir sem væru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Taldi hann að svigrúm ætti að vera innan bankakerfisins til að takast á við afskrifuð lán. Þegar lánin hefðu verið færð milli gömlu og nýju bankanna hefði verið gert ráð fyrir afskriftum.

Innan bankakerfisins eru núna ræddar hugmyndir um að afskrifa að hluta íbúðalán tekin í erlendri mynt og breyta eftirstöðvunum í óverðtryggð lán. Þannig kynntu fulltrúar Íslandsbanka slíkar hugmyndir á fundi félagsmálanefndar Alþingis í síðustu viku, sem ganga út á nokkurs konar skuldbreytingu í samningi á milli bankans og viðskiptavina hans. Már Másson, upplýsingafulltrúi bankans, segir að verið sé að skoða ýmsar lausnir og leiðir. Viðræður hafi átt sér stað við ýmsa aðila en hins vegar sé mörgum spurningum ósvarað, m.a. um skattalega meðferð. „Við gerum ráð fyrir að kynna þá leið sem bankinn hyggst fara í þessum efnum á næstu vikum,“ segir Már.

Lilja Mósesdóttir, formaður félagsmálanefndar, segist ekki geta tjáð sig um fyrirhugaðar aðgerðir einstakra banka. Hins vegar sé ljóst að til einhverra almennra aðgerða verði að grípa og stjórnvöld verði að sýna þar frumkvæði. Reynslan hafi leitt í ljós að sértækar aðgerðir til að létta skuldabyrði fólks hafi ekki dugað sem skyldi.

„Upplýsingar hafa komið fram frá lánastofnunum sem benda til að úrræðin sem eru fyrir hendi dugi ekki, því þarf að ákveða hversu víðtæk nýju úrræðin verða,“ segir Lilja og bendir á að allir skuldarar hafi orðið fyrir kjararýrnun, eignarýrnun og aukinni skuldabyrði langt umfram það sem annars staðar hafi gerst meðal nágrannaþjóða okkar.

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...