Skuldabyrði liggur þungt á fólki

„Við sjáum það vel hvað það getur verið erfitt fyrir fólk, sem hefur jafnvel alltaf staðið í skilum og er heiðarlegt fram í fingurgóma, að takast á við greiðslubyrði sem það hreinlega ræður ekki við. Mörg heimili eru skuldum vafin,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna.

Þrátt fyrir mikla skuldabyrði, sem hjá yfir fjórðungi heimila nemur meira en 500% af ársráðstöfunartekjum, reynir fólk til þrautar að greiða af lánum frekar en að hætta að greiða. Þannig eru á bilinu 70-90% af viðskiptavinum bankanna í eðlilegum skilum með húsnæðislán, án þess að nýta sér sérstök úrræði til þess að auðvelda greiðslu á lánum. Staðan er betri hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum en hjá bönkunum.

Að sögn er staðan þó að þyngjast nú, ekki síst vegna þess að fólk sér ekki fram á að komast út úr skuldunum í nánustu framtíð, þrátt fyrir að greiðslubyrðin af lánum sé í augnablikinu ekki ómöguleg. „Eftir því sem fleiri lenda í því að vera með húsnæðisskuldir langt umfram eignir, jafnvel þrátt fyrir að ráða við að greiða af lánum, verður hljóðið þyngra í fólki og það verður mikilvægt að reyna að sporna gegn þeirri þróun með aðgerðum. Ekki síst til þess að koma efnahag landsins af stað,“ segir Ásta Sigrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert