Óhóflegur dráttur

Bolungarvík.
Bolungarvík. www.mats.is

Dregist hefur úr hófi að ganga frá skiptum þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, að sögn skiptastjóra búsins, Páls Arnórs Pálssonar.

„Síðustu árin hefur framtaksleysi okkar því miður valdið töfum á frágangi búsins,“ segir hann. Fyrstu árin hafi málarekstur, þ. á m. vegna riftunarkrafna, verið nokkur. Þá hafi þetta bú verið eitt það fyrsta sem tekið var til skipta eftir breytingar á gjaldþrotalögum, sem hafi flækt úrlausnina.

Segir hann að sýslumaður og héraðsdómur hafi nú rekið á eftir því að skiptum ljúki og búast megi við að það gerist á næstu mánuðum. Segir hann að útlit sé fyrir að forgangskröfur fáist allar greiddar og veðkröfur að mestu, en almennar kröfur fáist hins vegar ekki greiddar nema að litlu leyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert