Brugðist við athugasemdum um Ingólfstorg

Júlíus Vífill Ingvarsson á Ingólfstorgi.
Júlíus Vífill Ingvarsson á Ingólfstorgi. mbl.is/hag

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að brugðist verði við athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi um Ingólfstorg.

Júlíus Vífill tók í dag við athugasemdum við nýju deiliskipulagi Ingólfstorgs úr hendi Páls Óskars Hjálmtýssonar tónlistarmanns.  Hann sagði við það tækifæri, að tillagan væri tilraun til að laga eldra skipulag en nú sé orðið ljóst að margir hafa gert athugsemdir við hana og líki hún ekki.

„Okkur liggur ekkert á í þessu máli og hljótum að bregðast við athugasemdum. Við viljum vanda til verka og taka málið upp að nýju því það er mikilvægt að sem best sátt ríki um mál sem þetta," er haft eftir Júlíusi í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert