Viðhaldið er ekki einkamál

Það  er ekki einkamál húseigenda hvernig hús líta út eða garðarnir sem umlykja þau, segir byggingarfulltrúi sem segir útlit þeirra tilheyra sameiginlegu útliti borgarinnar og alla borgaranna varði um ef húsin drabbist niður. Íbúar í miðborginni eru margir hverjir reiðir vegna þess að menn á vegum borgarinnar hafi tekið út ástand húsa þeirra að þeim forspurðum og skikkað þá til að taka til hendinni.

Magnús segir að ef menn ætli að skoða hús með afgirtar lóðir, þurfi þeir stundum að fara inn fyrir girðingar. Ekkert í byggingalöggjöfinni banni mönnum að fara inn á lóðir til að sinna eftirlitshlutverki sínu.

Það þurfi hinsvegar skýrt leyfi eða dómsúrskurð til að fara inn í húsin sjálf. Af því leiðir að Magnús svarar því  neitandi að næst verði íbúar skikkaðir til að taka til í stofunni eða búa um rúmið í svefnherberginu

Alls kostaði borgin til tæpum sex milljónum en ákvörðun um fegrunarátakið var tekin fyrir hrun. Magnús segir að embættið hafi sent út nokkur slík bréf í fyrra meðan allt lék í lyndi. Þá var bent á að ef fólk ekki brygðist við gæti embættið gripið til viðurlaga svo sem dagsekta, Engu slíku er til að dreifa núna í ljósi efnahagsástandsins en á það bent að stjórnvöld hafi fellt niður virðisaukaskatt af viðhaldsvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert