Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um hreina orku á farartæki

mbl.is/Kristinn

Sérfræðingar frá stærstu bílaframleiðendum heims, orkufyrirtækjum, rafhlöðuframleiðendum og nágrannaborgum eru meðal ræðumanna á alþjóðlegri ráðstefnu um orkugjafa framtíðar í samgöngum sem hefst á Hilton Nordica á morgun.

Á ráðstefnunni verður veitt innsýn í hvaða aðgerðir þarf til af hálfu hins opinbera og hagkvæmustu tæknilausnirnar í vistvænum samgöngum sem eru í boði í dag. Hátt í 200 þátttakendur frá 20 löndum sækja ráðstefnuna í ár, m. a. frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Japan og Kína.

Ráðstefnan er skipulögð af íslenska fyrirtækinu Framtíðarorku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur ráðstefnuna klukkan 9.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert