Vill flýta aðildarviðræðum við Ísland

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar.
Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar. AP

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagðist eftir fund í dag með Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, vera þeirrar skoðunar að flýta eigi aðildarviðræðum Evrópusambandsins við Ísland.

Fréttastofa Dow Jones hefur einnig eftir Juncker, að hann sé hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Bæði Svíar, sem fara með forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Olli Rehn, stækkunarstjóri sambandsins, hafa sagt að Ísland fái ekki flýtimeðferð í umsóknarferlinu þótt ljóst sé að Ísland hafi þegar innleitt stóran hluta af samþykktum ESB með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Juncker gegnir einnig embætti fjármálaráðherra Lúxemborgar og er formaður ráðherranefndar evrusvæðisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert