Icesave í efnahags- og skattanefnd

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Efnahags- og skattanefnd Alþingis kom saman til fundar nú kl. 10 til að ræða Icesave-samningana. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, kvaðst eiga von á ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og fulltrúa Seðlabanka Íslands á fundinn.

Á fundinum verður meðal annars rætt um efnahagsþátt samninganna. Fjárlaganefnd Alþingis hittist í gær og utanríkismálanefnd kl. 8 í morgun. Þar voru kynnt viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvarana sem Alþingi setti við Icesave-samningana.

Á fund utanríkismálanefndar í morgun mættu m.a. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ríkisútvarpið hafði eftir Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, að nefndin hafi verið einhuga um að breytingar á fyrirvörunum þyrfti að leggja fyrir Alþingi.

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar SteinarH
Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert