Engin svör við hugmyndum um tvöföldun

Hvalfjarðargöngin
Hvalfjarðargöngin mbl.is/Rax

Forsvarsmenn Spalar og lífeyrissjóðanna bíða nú viðbragða ríkisstjórnarinnar við hugmyndum um tvöföldun Hvalfjarðarganga og tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kollafirði, um Kjalarnes að göngunum. Engin viðbrögð hafa orðið við bréfi sem Spalarmenn sendu tveimur ráðherrum í sumar vegna málsins.

Verkið er í hópi þeirra verklegu framkvæmda sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld settu fram við gerð stöðugleikasáttmálans í júní.

Forsvarsmenn Spalar leituðu á sínum tíma til lífeyrissjóðanna til að kanna hvort áhugi væri á að taka þátt í fjármögnun verkefnisins ef vilji væri einnig fyrir hendi hjá ríkisvaldinu. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna tóku því vel að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar.

„Í framhaldi af því sendum við fjármálaráðherra og samgönguráðherra bréf í sumar en það eru engin viðbrögð við því bréfi. Þar við situr. Við förum ekki af stað nema til þess komi að ríkið setjist niður með okkur og velti upp valkostum um fyrirkomulagið. Það eru ýmsar leiðir sem koma til greina en engin ein hefur verið sérstaklega nefnd umfram aðrar að svo stöddu,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert