Stilla saman strengi

Þingflokkur VG, sem hér sést á fundi, og þingflokkur Samfylkingarinnar …
Þingflokkur VG, sem hér sést á fundi, og þingflokkur Samfylkingarinnar halda sameiginlegan fund í dag. mbl.is/Ómar

„Við vildum hittast og stilla saman strengi og fara yfir það sem er framundan í haust. Ég á von á að aðalmálið verði skuldamál heimilanna og það sem undir er í fjárlagafrumvarpinu,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar en stjórnarflokkarnir halda sameiginlegan þingflokksfund kl. 16.

Steinunn Valdís segir að farið verði yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum en niðurstaða liggi ekki fyrir. Þingmenn muni skiptast á skoðunum á þessum fundi, sem haldinn verður á Nordica hótelinu. „Ég lít svo á að þetta séu ný vinnubrögð og það er eingöngu jákvætt að þessir tveir flokkar haldi sameiginlega þingflokksfundi,“ segir hún.

Stjórnarflokkarnir hafa ekki efnt til sameiginlegs þingflokksfundar áður og slíkt var aldrei gert í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert