Davíð og Haraldur ritstjórar

Óskar Magnússon gerir grein fyrir breytingum á Morgunblaðinu á starfsmannafundi í dag. stækka

Óskar Magnússon gerir grein fyrir breytingum á Morgunblaðinu á starfsmannafundi í dag. mbl.is/Jón Pétur

Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, tilkynnti á starfsmannafundi hjá Árvakri nú síðdegis að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins.

Einnig kom fram hjá Óskari, að 30 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp í dag.  Að auki renni nokkrir tímabundnir ráðningarsamningar út fljótlega og verði þeir ekki endurnýjaðir. Samtals fækki því um tæplega 40 starfsmenn hjá Árvakri. Þessi fækkun nær til allra deilda blaðsins en flestir hverfa af ritstjórninni eða 19 af 104 sem þar hafa starfað að undanförnu.  Margir þeirra, sem sagt var upp í dag, voru starfsmenn sem höfðu margra áratuga starfsaldur.

Gert er ráð fyrir að þeir Davíð og Haraldur mæti til starfa á morgun. Óskar sagði að eigendur blaðsins hefðu átt þann kost að reyna að halda sjó og þrauka á meðan ástandið í þjóðfélaginu sé eins og það er. Ómögulegt væri að segja hvernig það hefði tekist en ákvörðun um tvo ritstjóra fæli í sér aðra aðferðafræði. Þess verði nú freistað að fá byr í seglin og sigla gegnum brimgarðinn. Í þeirri siglingu væru þeir Davíð og Haraldur afar hæfir, hvor á sinn hátt. 

Óskar sagði, að menn vissu vel að fjölmiðlar Árvakurs nytu óskoraðs trausts þjóðarinnar og því trausti ætluðu þeir ekki að bregðast. „Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast," sagði Óskar. Hann sagði á fundinum að  ekki væri gert ráð fyrir breytingum á fréttastjórn Morgunblaðsins.

Fram kom hjá Óskari, að þeim aðgerðum, sem nú hafi verið gripið til, sé ætlað að koma rekstri Árvakurs í jafnvægi en erfiðleikar hefðu verið í rekstri félagsins undanfarin ár. Framundan væri umtalsverð barátta þar sem Árvakur muni hvergi gefa eftir. Á næstunni verði meðal annars gerð sú breyting að sunnudagsblaði Morgunblaðsins verði dreift á laugardagsmorgni með laugardagsblaðinu.

Óskar sagði að sunnudagsblaðið verði áfram sjálfstætt og efnismikið blað með ferskum og fjölbreyttum efnistökum. Þá hefði einnig verið greint frá samstarfi við Skjá 1 um fréttaútsendingar en með því fengist betri nýting á því efni sem unnið er á ritstjórninni án þess að stofnað sé til aukins kostnaðar.

PDF-skrá Fréttatilkynning frá Árvakri
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Píratar stærstir í 5 af 6 kjördæmum

Í gær, 22:09 Flokkur Pírata væru stærstir í 5 af 6 kjördæmum Íslands ef niðurstöður kosninga væru í takt við Þjóðarpúls Gallup. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV. Framsóknarflokkurinn fengi 8,9% fylgi, og hefur ekki mælst með minna fylgi síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku í flokknum í ársbyrjun 2009. Meira »

„Fylgja þessu stress og vonbrigði“

Í gær, 21:42 Snædísi Rán finnst eins og ekki sé gert ráð fyrir því að fólk sem þarf túlk geti verið félagslynt og athafnasamt fólk sem sé tilbúið að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið. Sjónum sé frekar beint að því hversu mikið þetta kosti og óskapast yfir því hvað fólk þurfi að gera við alla þessa túlkun. Meira »

Skíðað í skýjunum

Í gær, 21:29 Hallgrímur Kristinsson mun þann 5. júní leggja af stað í ferðalag á fjallið Muztagh Aga í Kína, sem er 7.546 m hátt. Það sérstaka við för Hallgríms er að hann ætlar að komast upp á tind fjallsins á fjallaskíðum og skíða niður en enginn Íslendingur hefur gert tilraun til að skíða í svo mikilli hæð. Meira »

Inni í stærsta hóteli landsins

Í gær, 20:17 Það var ennþá verið að klára síðustu handtökin við þrif og tiltekt á Fosshótel Reykjavík í dag þegar fyrstu gestirnir komu til innritunar. Hótelið sem er það stærsta á landinu getur tekið á móti stórum hópum og von var á slíkum frá Þýskalandi strax á fyrsta degi. mbl.is kom við á hótelinu í dag. Meira »

Venus virkar vel en lítið að veiða

Í gær, 19:36 Í frétt á vef HB Granda segir að Venus NS, nýjasta fiskiskip íslenska flotans, sé nú að kolmunnaveiðum SA af Færeyjum ásamt nokkrum öðrum skipum. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra hefur skipið og allur búnaður virkað vel en aflabrögðin hafa verið ákaflega treg. Meira »

Exista með öruggari lántakendum

Í gær, 18:35 Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán. Meira »

Vill samstarf um lága verðbólgu

Í gær, 17:30 „Við þurfum að endurbyggja traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar. Og það er ekki eitthvað sem hefur gerst á liðnu ári eða liðnum tveimur, fimm árum. Það er miklu lengri saga, áratugalöng saga þar að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Umsagnir komnar til nefndarinnar

Í gær, 17:50 Endurupptökunefnd hafa borist umsagnir Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, um endurupptökubeiðnir Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar. Þetta staðfesti Björn L. Bergsson, formaður nefndarinnar, við mbl.is rétt í þessu. Meira »

Viltu að Reykjavík verði borgríki?

Í gær, 17:30 Hilmar Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur lagði, í dag fram tillögu þess efnist að hafinn verði undirbúningur að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verði: „Vilt þú að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?“ Meira »

Moskan ekki á borði Gunnars Braga

Í gær, 16:58 „Fyrst er frá því að segja að mál þetta hefur ekki með nokkrum hætti ratað inn á borð utanríkisráðuneytisins eða utanríkisþjónustunnar. Ég kannast ekki við að óskað hafi verið eftir sérstaklega aðkomu þjónustunnar að málinu.“ Meira »

Enn enginn fundur boðaður

Í gær, 16:43 Enn hefur enginn fundur verið boðaður í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins, en félagið sleit viðræðum við samn­inga­nefnd rík­is­ins á föstu­dag. Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður félagsins, segir stöðuna óbreytta síðan fyrir helgi. Meira »

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ

Í gær, 16:38 Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins laugardaginn 30. maí sl. en hann hefur setið í embættinu frá 2009. Pálmi R. Pétursson, fráfarandi varaforseti, hætti í stjórn en sæti hans tók Óskar Long Einarsson. Meira »

„Tvennar sögur fara af lyktinni“

Í gær, 16:15 Hin signa grásleppa er fáanleg tímabundið á sumri hverju. Arnar segir að verslunin hafi ekki verið með réttinn á boðstólnum í fyrra. „Við reynum að kaupa talsvert magn af þessu og geyma fryst. Eldra fólkið hamstrar þetta þannig að þetta endist ekki mjög lengi. Við vorum síðan ekki með þetta í fyrra þegar þetta hækkaði í verði.“ Meira »

Rannveig: „Samviska mín er hrein“

Í gær, 15:43 Rannveig Rist, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Meira »

Tilbúnir í átök ef til þarf

Í gær, 15:10 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga iðnaðarmanna um verkfallsboðun er skýr og sýnir að félagsmenn þeirra eru tilbúnir í átök ef þau þarf til, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Félögin hafa samþykkt að boða til verkfalls í næstu viku. Meira »

Yfir 20 hafa sagt upp

Í gær, 15:50 Rúmlega tuttugu geislafræðingar á Landspítalanum hafa sagt upp störfum sínum, eða um þrjátíu prósent allra þeirra geislafræðinga sem starfa á spítalanum. Þetta staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans í samtali við mbl.is. Meira »

Fagnar ákvörðun Evrópusambandsins

Í gær, 15:38 „Ég fagna því að ESB hafi loksins ákveðið að taka tillit til óska okkar sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis og taka okkur af sínum listum yfir umsóknarríki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is Meira »

Lést á gjörgæsludeild

Í gær, 15:04 Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði í síðustu viku lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Maðurinn, sem var indverskur ferðamaður, var á fertugsaldri. Meira »
YRSA herraúr í útskriftargjöf
YRSA er alvöru sjálfvinda. Íslenskt úramerki á frábæru verði 29.900,- Úr sem all...
Einbýlishús til leigu á Arnarnesi
470 fm à 490.000/Mán. Upplýsingar gefnar í síma 6640841 eða olafsdotttirelisa...
Lexicon poeticum og Clavis poetica til sölu
til sölu Lexicon poeticum, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn 1966, verð 25 þ....
6 mánaða papillon tík
Til sölu yndisleg 6 mánaða papillon tík sem heitir Rúbý. Hún Rúbý leitar af góð...
 
Lögfræðingur
Stjórnunarstörf
Mynd af auglýsingu ...
Hljóðmaður óskast
Önnur störf
Hljóðmaður óskast ...
Grv 2015-09
Tilboð - útboð
ÚT BOÐ Óskað er eftir tilboðum í ver...
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60 Samkoma ...