Missa rétt á bótum vegna gruns um svindl

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Átak gegn bótasvindli hefur orðið til þess hátt í 200 manns hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta. Hópur brottfluttra útlendinga liggur undir grun um að svíkja út bætur með því að fá landa sína hér til þess að stimpla sig atvinnulausa.Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Til að koma í veg fyrir að atvinnulausir gætu skráð sig rafrænt atvinnulausa frá útlöndum breytti Vinnumálastofnun reglum sínum í vor þannig að nauðsynlegt er að skráningin komi frá tölvu hér á landi. Ekki virðist þetta hafa dugað til að koma í veg fyrir bótasvindl af þessu tagi því grunur leikur á að brottfluttir útlendingar fái samlanda sína sem enn dveljast hér til þess að skrá sig atvinnulausa.  Reynt sé að bregðast við þessu með því að kalla ákveðna hópa, sem búið sé að skilgreina fyrirfram, til Vinnumálastofnunar og biðja þá um að framvísa persónuskilríkjum.
Í síðasta mánuði voru 600 útlendingar kallaðir með stuttum fyrirvara inn á skrifstofu Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi orðið til þess að margir hafi dottið af bótum.  Um 30% þeirra hafi ekki komið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert