Innköllun veiðiheimilda hefst eftir ár

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Innköllun aflaheimilda á að hefjast 1. september á næsta ári. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingar á fundi flokksins í Grafarholti í kvöld.

Dagur sagði að við ættum að hverf frá einkavæðingu auðlindanna og leggja áherslu á að auðlindirnar ættu að vera í þjóðareign.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skipað starfshóp sem er að fara yfir hugmyndir beggja flokkanna um innköllun aflaheimilda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert