Áfram stefnt að fækkun ráðuneyta

Til stendur að fækka ráðuneytum úr 12 í 9.
Til stendur að fækka ráðuneytum úr 12 í 9. mbl.is/Ómar

Forsætisráðuneytið segir, áfram sé unnið að því að fækka ráðuneytum úr 12 í 9 eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Í lok ársins verði lögð fyrir Alþingi frumvörp sem kveði á um sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Í tengslum við það verði endurskoðuð verkaskipting milli nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfisráðuneytis með stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Í framhaldi af því verður unnið að því að félags- og tryggingamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti og dóms- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.

Sú endurskoðun sem boðuð hefur verið á stofnunum og verkefnum ráðuneyta verður unnin með hliðsjón af þessum fyrirhuguðu breytingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert