Leyfi séra Gunnars framlengt

Séra Gunnar Björnsson.
Séra Gunnar Björnsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hefur leyfi séra Gunnars Björnssonar, sóknarprests á Selfossi, verið framlengt til 15. október nk. Frekari ákvarðanir liggja ekki fyrir að svo stöddu um stöðu Gunnars sem sóknarprests á Selfossi.

Fram kemur í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins að það hafi heimildir fyrir því að Gunnar verði færður úr stöðu sóknarprests Selfosskirkju. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verði áfram settur sóknarprestur. Þar segir jafnframt að búist hefði verið við formlegri ákvörðun frá biskup Íslands í gær. 

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir að þetta sé ekki rétt. Upplýsingarnar í Sunnlenska fréttablaðinu komi ekki frá Biskupsstofu. 

Gunnar Björnsson var í lok mars síðastliðnum sýknaður í Hæstarétti af ákæru fyrir kynferðislega áreitni og hefur Morgunblaðið greint frá því að sóknarbörnin skiptist mjög í tvær fylkingar í afstöðu sinni til Gunnars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert