Steingrímur fundar með Strauss-Kahn

Dominique Strauss-Kahn fundar með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra eftir helgi.
Dominique Strauss-Kahn fundar með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra eftir helgi. MOLLY RILEY

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun eiga fund með Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á mánudag eða þriðjudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins.

Steingrímur er nú kominn til Tyrklands, vegna ársfundar sjóðsins sem hefst formlega á þriðjudag. Már Guðmundsson seðlabankastjóri verður einnig á fundinum með Strauss-Kahn. Í fréttum Rúv var vísað til samtals við Má, frá því í dag, þar sem hann sagði að ætlunin með þessum fundi sé að fara yfir samstarfsáætlun sjóðsins og íslenskra yfirvalda, og þrýsta á um að stjórn sjóðsins taki fyrir endurskoðun þeirrar áætlunar, sem fyrst átti að taka fyrir í febrúar.

Indriði H. Þorláksson, ráðgjafi fjármálaráðherra, sem einnig er í sendinefndinni, sagði að ekki væri útilokað að fundað yrði með fjármálaráðherra Rússlands um lánveitingar frá Rússum til Íslendinga. Reynt yrði að funda með sem flestum, þar á meðal Maxim Verhagen, fjármálaráðherra Hollands, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert