Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin

Byggingarframkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík.
Byggingarframkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík. mbl.is/RAX

„Þar er raunverulega ákvæði þar sem ríkisvaldið lofar að leggja ekki ný gjöld á starfsemina, gjöld sem skemmi fyrir rekstrinum,“ segir Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um fjárfestingarsamninga fyrirtækisins vegna orkukaupa hérlendis.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að lagður verði einnar krónu skattur á hverja kílówattstund orku.

„Annars vegar gerum við orkusamninga og þar er verðið tilgreint og það á ekki að bætast neitt við það. Hins vegar er um að ræða fjárfestingarsamninga, annar þeirra er frá 2005 vegna Grundartanga og hinn sem er vegna Helguvíkur er nýr, blekið er varla þornað á undirskriftunum. Þessir fjárfestingarsamningar við ríkið ramma inn rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Samningarnir eru til 20 ára og hugmyndin með þeim er að fyrirtækið geti treyst því að umhverfið verði með þessum hætti, þessar forsendur breytist ekki. Það fer enginn fjárfestir með mikla peninga inn í landið án þess að hafa slíka vissu.

Álverið sem við ætlum að reisa í Helguvík kostar 200 milljarða króna og það er ekki hægt að fara með svona mikið fé inn ef fyrir hendi er hætta á að ríkið geti síðan lagt á skatt sem tekur alla ávöxtun af peningunum, komið aftan að okkur. Fjárfestingarsamningarnir loka fyrir þann möguleika,“ segir Ágúst og telur að samningarnir við Alcoa-Fjarðaál hafi verið nær eins að þessu leyti.
 
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert