Hærra verð á plastpokunum í Bónus

Bónuspokinn hefur hækkað umn þriðjung en verðið er óbreytt í …
Bónuspokinn hefur hækkað umn þriðjung en verðið er óbreytt í Krónunni. mbl.is

Verð á innkaupapokum í Bónus hefur verið hækkað um þriðjung, úr fimmtán krónum í tuttugu. Verðið er hins vegar óbreytt í Krónunni og er enn fimmtán krónur.

Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, hefur verð pokanna verið óbreytt um margra ára skeið en þeir tvöfaldast í verði í innkaupum á síðustu misserum.

Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að verið sé að skoða hversu lengi verði hægt að halda sama verði á pokunum hjá þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert