100 Íslendingum boðið til Kanaríeyja

Hópurinn á Kanaríeyjum í morgun áður en lagt var af …
Hópurinn á Kanaríeyjum í morgun áður en lagt var af stað til Íslands.

Hundrað Íslendingum á aldrinum 18-35 ára verður boðið í vikudvöl til Kanaríeyja til að létta af þeim vetrardrunganum. Boðið er á vegum stjórnvalda á eyjunum sem segjast vilja bjóða Íslendingum í heimsókn vegna þess að þeir séu eyjarskeggjar eins og Kanaríeyjabúar - bara í aðeins meiri kulda.

Nú eru hundrað íbúar Kanaríeyja á leið til Íslands. Auglýst var eftir áhugasömu 18-35 ára gömlu fólki til að taka þátt í óvissuferð. Alls skráðu  sig tíu þúsund manns og úr þeim hópi voru valdir 2000 sem uppfylltu öll skilyrði. Þeir mættu í viðtal og voru 100 valdir til að fara í ævintýraferð. Það var ekki fyrr en þátttakendurnir mættu á flugvöllinn í dag að þeir fengu að vita hvert förinni var heitið.

Hefur hópurinn það yfirlýsta markmið að skemmta sér með Íslendingum og velja úr hópi þeirra eitt hundrað einstaklinga sem fá vikuferð til Kanaríeyja þar sem allt er innifalið.

Íslendingunum verður boðið að kynna sér vatnaíþróttir, heilsudekur, náttúruskoðun og fjölskylduferðir. Áhugasamir geta komið í Austurstræti 7 á fimmtudag og föstudag, kl. 11-21, og skráð sig. Á miðvikudagskvöld verður síðan „No Winter Blues“-fögnuður í Listasafni Reykjavíkur  þar sem boðið verður upp á veitingar og tónlist frá Kanaríeyjum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert