Umræða um Icesave hafin á ný

Steingrímur J, Sigfússon mælti fyrir nýju Icesave-frumvarpi í dag.
Steingrímur J, Sigfússon mælti fyrir nýju Icesave-frumvarpi í dag. mbl.is/Eggert

Umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga Íslendinga er hafin á ný á Alþingi en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hóf að mæla fyrir nýju lagafrumvarpi um málið á tólfta tímanum. Búist er við langri umræðu í dag.

Steingrímur ætlaði að mæla fyrir frumvarpinu á þriðjudag en þingmenn samþykktu ekki, að veita afbrigði frá þingsköpum þannig að frumvarpið kæmist á dagskrá þá.  

Steingrímur sagði, að meginefni fyrirvaranna, sem Alþingi setti síðsumars fyrir ríkisábyrgðinni, væri haldið til haga í viðaukasamningi við samninginn, sem gerður var í sumar. „Alþingi getur með réttu glaðst yfir því að vinna sumarsins hefur skilað sér," sagði Steingrímur.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert