Mbl.is fékk hæstu einkunn

Mbl.is fékk hæstu einkunn þegar þátttakendur í fjölmiðlakönnun Capacent Gallup í október voru spurðir um traust á fréttaflutningi þriggja fjölmiðla: mbl.is, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. 

Capacent Gallup framkvæmdi könnun á gæðamati fjölmiðla í október og stóð könnunartíminn yfir frá 30. september til 7. október. Var úrtakið 1300 Íslendingar á aldrinum 16-75 ára sem valdir voru af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfallið var 60,9%. Bornir voru saman þrír miðlar: Morgunblaðið, Mbl og Fréttablaðið.

Þegar þátttakendur voru beðnir að gefa miðlunum einkunn fyrir traust á fréttaflutningi fékk mbl.is einkunnin 3,4, þar sem 5 er hæsta gildi. Morgunblaðið og Fréttablaðið fengu einkunnina 3,3. Í sambærilegri könnun í fyrra var þessi einkunn 3,8 fyrir mbl.is og Morgunblaðið og 3,4 fyrir Fréttablaðið.

Er fólk var spurt hvort viðkomandi miðill væri að þess skapi fékk mbl.is einkunnina 3,6, Fréttablaðið 3,5 og Morgunblaðið með 3,1. Þegar spurt var hvort þátttakendur teldu sig geta lært af miðlunum fékk mbl.is einkunnina 3,1, Morgunblaðið 3 og Fréttablaðið 2,9.  

Fréttablaðið kom best út þegar spurt var hvaða miðill gæti mikilvægustu upplýsingarnar, fékk einkunnina 3,4, síðan komu Morgunblaðið og mbl.is sem sömu einkunn, 3,2. Fréttablaðið kom  sömuleiðis best út þegar spurt hvar hvaða miðil fólk læsi þegar það vildi slappa af, fékk einkunnina 3,1, þá kom Mbl með 3 og síðan Morgunblaðið með 2,9.

Fjölmiðlakönnun Capacent


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert