Skoða hærra tryggingagjald og þrep í tekjuskatti

mbl.is/Júlíus

Innan fjármálaráðuneytisins eru til skoðunar tillögur um þrepaskiptan tekjuskatt og hækkun á tryggingagjaldi. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að tryggingagjaldið hækki, en á móti verði hætt við áform um að leggja á orku- og auðlindagjald. ASÍ styður þessa tillögu og hefur jafnframt lýst stuðningi við tillögu um fjölþrepa tekjuskatt.

Hugmyndin um hækkun tryggingagjalds gengur út á að fjármagna Atvinnuleysistryggingasjóð, en hann er tómur.

ASÍ hefur lagt mikla áherslu á að staðið verði við fyrirheit um hækkun skattleysismarka. Þau eru 118 þúsund í dag, en ættu að fara í 130 þúsund ef tekið væri tillit til hækkunar verðlags.

Ríkisstjórnin skoðar einnig hækkun á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert