Segir frétt DV fjarri raunveruleikanum

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum Morgunblaðið/ÞÖK

„Frétt DV um þann fjölda áskrifenda sem á að hafa hætt áskrift að Morgunblaðinu að undanförnu er fjarri raunveruleikanum. Það á reyndar við um flestar fréttir DV um málefni Morgunblaðsins," segir Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins. Í DV í dag kemur fram að 11 þúsund manns hafi sagt upp áskrift að blaðinu eftir ritstjóraskipti á Morgunblaðinu.

Óskar segir að það tíðkist ekki að gefa upp fjöldatölur frá degi til dags, hvorki á Morgunblaðinu, DV eða Stöð 2 jafnvel þótt þar kunni að vera um verulega fækkun áskrifenda að ræða.

„Það eru gerðar reglulegar viðurkenndar og samræmdar kannanir sem notast er við að því marki sem þær gefa raunhæfa mynd," segir Óskar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert